Svartur reykur úr reykháfnum

Svartur reykur stígur upp úr skorsteini Sixtínsku kapellunnar.
Svartur reykur stígur upp úr skorsteini Sixtínsku kapellunnar. AFP

Svartur reykur liðaðist upp úr skorsteini á þaki Sixtusarkapellunnar í Róm skömmu eftir klukkan hálf ellefu í morgun, en það merkir að kardínálar kaþólsku kirkjunnar hafa ekki komist að samkomulagi um nýjan páfa.

Kardínálarnir 115 kjósa fjórum sinnum á dag, tvisvar fyrir hádegi og tvisvar síðdegis. Fái einn úr þeirra hópi 2/3 hluta atkvæða, sem eru 77 atkvæði eða fleiri, verður hann eftirmaður Benedikts XVI.

Hvítur reykur úr skorsteininum merkir að nýr páfi hefur verið kjörinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka