Fjórir handteknir vegna nýs hlerunarmáls

Wikipedia

Breskir lögreglumenn handtóku í dag ritstjóra og þrjá blaðamenn vegna gruns um símhleranir en fólkið starfaði hjá dagblöðum Trinity Mirror-fjölmiðlasamsteypunnar. Enn eru því ýmsir angar hins umfangsmikla hlerunarmáls breskra blaðamanna ófrágengnir. Trinity Mirror er einn helsti keppinautur Murdoch-fjölmiðlaveldisins.

James Scott, ritstjóri vikublaðsins People og aðstoðarritstjóri hans, Nick Buckley, eru meðal hinna handteknu en auk þeirra var fyrrverandi ritstjóri Sunday Mirror, Tina Weaver, handtekin og hennar næstráðandi, Mark Thomas.

Lundúnalögreglan segir að þrír menn á aldrinum 40-49 ára hafi verið handteknir sem og 47 ára gömul kona. Lögreglan nafngreindi fólkið ekki en sagði það allt hafa unnið sem blaðamenn. Í tilkynningu lögreglunnar kom fram að fólkið væri grunað um samsæri um símhleranir er það starfaði hjá Sunday Mirror.

Þetta nýja hlerunarmál nær yfir tímabilið 2003-2004 og tengist eingöngu dagblaðinu Sunday Mirror, sem var helsti keppinautur götublaðsins News of the World sem var í eigu Murdochs en var lagt niður árið 2011.

New Of the World hætti að koma út árið 2011.
New Of the World hætti að koma út árið 2011. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert