Nýr páfi baðst fyrir í einrúmi

Frans páfi I hóf fyrsta dag sinn eftir að hafa verið kjörinn páfi í gær með því að biðjast fyrir í Santa Maria Maggiore, einni helstu kirkju Rómarborgar. Páfi fór inn í kirkjuna í gegnum hliðarinngang og mun biðjast þar fyrir í einrúmi.

Frans I bíða ærin verkefni á páfastóli; kaþólska kirkjan hefur margsinnis orðið uppvís að því að hylma yfir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum, afstaða kirkjunnar til hjónabanda samkynhneigðra veldur sífellt meiri átökum og klofningur hefur aukist innan kirkjunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka