Óvíst um smurningu Chavez

Venesúelamenn við glerkistu þar sem jarðneskar leifar Hugo Chavez hvíla.
Venesúelamenn við glerkistu þar sem jarðneskar leifar Hugo Chavez hvíla. AFP

Óvíst er hvort ger­legt reyn­ist að smyrja lík Hugo Chavez, for­seta Venesúela, sem lést fyr­ir níu dög­um, þann 5. mars. Til stóð að gengið yrði þannig frá jarðnesk­um leif­um hans að þær yrðu varðveitt­ar til „ei­lífðarnóns“. En nú eru blik­ur á lofti, því lík hans var til sýn­is svo dög­um skipti, tugþúsund­ir manna flykkt­ust að til að votta hinum látna leiðtoga virðingu sína og nú gæti verið helst til seint að smyrja jarðnesk­ar leif­ar hans.

„Við höf­um fengið til okk­ar fær­ustu sér­fræðinga heims á þessu sviði, frá Rússlandi og Þýskalandi,“ sagði Nicolas Maduro, starf­andi for­seti Venesúela í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. „At­hug­an­ir þeirra hafa leitt í ljós að það gæti verið ýms­um vand­kvæðum bundið að smyrja lík Chavez þannig að það verði hægt að sýna það al­menn­ingi.“

„Við hefðum þurft að grípa til nauðsyn­legra aðgerða miklu fyrr.“

Í fé­lags­skap Stalíns og Mao

Með smurn­ing­unni átti Chavez að bæt­ast í fé­lags­skap ekki ómerk­ari manna en Jós­efs Stalíns, Ho Chi Minh og Mao Zedong, en lík allra þeirra hafa verið smurð og sýnd al­menn­ingi. Varðveisla á líki hans átti að „fylla upp í ákveðið póli­tískt tóm eft­ir dauða hans“.

Til stóð að líkið yrði til sýn­is í fyr­ir­huguðu Bylt­ing­arsafni. Ákveðinn þrýst­ing­ur er þó meðal al­menn­ings um að Chavez muni, þegar fram í sæk­ir, liggja við hlið suður­am­er­ísku sjálf­stæðis­hetj­unn­ar Simon Boli­v­ar, sem Chavez vísaði oft til sem fyr­ir­mynd­ar sinn­ar og inn­blást­urs. Mark­miðið með því að varðveita lík for­set­ans er að tryggja að hug­mynda­fræði hans,  „Chavismi“, viðhald­ist í Venesúela og að stjórn­ar­farið muni áfram byggja á henni.

For­seta­kosn­ing­ar verða haldn­ar í land­inu þann 14. apríl næst­kom­andi. Maduro býður sig fram og a.m.k. einn ann­ar hef­ur þegar til­kynnt um fram­boð sitt, Henrique Capri­les sem er leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í land­inu.

Hugo Chavez var geysivinsæll meðal íbúa Venesúela og hefur mikil …
Hugo Chavez var geysi­vin­sæll meðal íbúa Venesúela og hef­ur mik­il sorg ríkt í land­inu frá frá­falli hans. AFP
Fánar og skilti með mynd hins látna forseta eru algeng …
Fán­ar og skilti með mynd hins látna for­seta eru al­geng sjón í Venesúela. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert