Páfinn var mikill óþekktarormur

Frans, nýkjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar, var afar óþekkur á barnsaldri og hans helsta dægrastytting var að stökkva upp og niður tröppurnar í skóla, þrátt fyrir að það væri stranglega bannað.

Þetta segir skólasystir hans úr barnaskóla, Systir Martha Rabino. „Hverjum hefði dottið í hug að hann yrði páfi,“ segir hún.

Hún segir að hinn ungi Jorge Bergoglio hafi lagt margföldunartöflur á minnið með því að stíga tiltekinn fjölda skrefa í hverja tröppu og að þrátt fyrir óþekkt hafi kennurum hans verið hlýtt til hans og að hann hafi haldið sambandi við marga þeirra í áratugi. Rabino lýsir páfa sem afar háttvísum og rólegum manni, ákveðnum sem eigi auðvelt með að umgangast fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert