Páfi hvetur til samstöðu trúaðra

Frans páfi segir að fólk af ólíkum trúarbrögðum eigi að …
Frans páfi segir að fólk af ólíkum trúarbrögðum eigi að geta lifað í sátt og samlyndi. AFP

Frans páfi heitir því að sýna öðrum trúarbrögðum virðingu og vinarþel. Hann getur auðveldlega sett sig í spor þeirra sem ekki eru trúaðir. „Við erum öll börn guðs,“ sagði páfi á fundi með fulltrúum helstu trúarbragða heims í dag.

„Kaþólska kirkjan vill hvetja vil vináttu og virðingar meðal karla og kvenna af ólíkum  trúarbrögðum,“ sagði páfi á fundinum sem var haldinn í Vatíkaninu. „Við getum hjálpað þeim fátæku, þeim sem þjást og boða sátt og frið.“

Hann sagði að öll trúarbrögð ættu að sameinast gegn „einni hættulegustu gildru okkar tíma“; að skilgreina fólk út frá því hvað það framleiðir og hvers það neytir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka