Ráðherrar funda um Kýpur

Christine Lagarde forstjóri AGS sést hér ræða við fjármálaráðherra Þýskalands, …
Christine Lagarde forstjóri AGS sést hér ræða við fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble AFP

Fundur fjármálaráðherra aðildarríkja myntbandalags Evrópu er loks hafinn, fjórum klukkustundum á eftir áætlun. Umræðuefnið er eitt: málefni Kýpur en landið rambar á barmi gjaldþrots.

Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, fundaði með fulltrúum Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í átta klukkustundir í dag. Frestur sem Seðlabanki Evrópu gaf stjórnvöldum á Kýpur að tryggja 5,8 milljarða evra rennur út í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka