Sáttur við samkomulagið

00:00
00:00

Nicos An­astasia­des, for­seti Kýp­ur, kveðst vera sátt­ur við það sam­komu­lag sem náðst hef­ur á milli kýp­verskra stjórn­valda, fjár­málaráðherra evru­svæðis­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Sam­komu­lag náðist í nótt um 10 millj­arða neyðarlán til handa Kýp­ur.

Meðal þess sem stjórn­völd á Kýp­ur verða að gera, er að draga mjög úr banka­starf­semi lands­ins. T.d. á að loka næst stærsta banka lands­ins, Laika Bank, og færa inni­stæður úr hon­um yfir í Kýp­ur­banka, sem er stærsti bank­inn.

An­astasia­des fundaði stíft með fjár­málaráðherr­un­um og AGS í um 12 tíma áður en sam­komu­lag náðist. Ljóst er að með því muni stór­ir fjár­fest­ar taka á sig stór­an skell.

Und­an­farna 10 daga hef­ur bank­ar í land­inu verið lokaðir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær þeir muni opna á nýj­an leik, eða hvort dregið verði úr gjald­eyr­is­höft­um. Bú­ist var við að þeir myndu opna á morg­un, að því er AFP-frétta­stof­an seg­ir.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verður Laiki bank­an­um lokað, en talið er að með því verði hægt að spara 4,2 millj­arða evra. Ljóst er að marg­ir muni taka stór­an skell vegna þess.

Kýp­ur­banki, sem er stærsti banki lands­ins, fær að lifa. Skv. sam­kom­lag­inu eru inni­stæður yfir 100.000 evr­um ótryggðar. Aðrar inni­stæður eru tryggðar.

Þetta er mikið högg fyr­ir stóra fjár­festa, en stærst­ur hluti inni­stæðnanna er í eigu rúss­neskra auðmanna.

Í næsta mánuði muni kýp­verska þingið koma sam­an til að greiða at­kvæði um sam­komu­lagið. Þegar það fær grænt ljós þá verður hægt að af­greiða lánið. 

Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, ræðir við blaðamenn í nótt.
Nicos An­astasia­des, for­seti Kýp­ur, ræðir við blaðamenn í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert