„Ættum að skammast okkar“

„Við ættum að skammast okkar ef við höfum gleymt þessum atburði. Ég hef alla vega ekki gleymt þessum krökkum,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í ræðu sinni og átti þar við fjöldamorðið sem framið var í Newton í Connecticut ríki í desember síðastliðnum.

Obama sem vill banna sölu á hríðskotavopnum og skothylkjum sem geta geymt margar byssukúlur benti í ræðu sinni á að ekki væru nema þrír mánuðir frá því byssumaður myrti 26 manns, þar af 20 skólabörn, með köldu blóði í Newton. „Og öll þjóðin hét því að nú yrði eitthvað gert, brugðist yrði öðruvísi við en áður.“

Hann sagði áætlun sína ekki róttæka og skotvopnaréttindi verði ekki tekin af nokkrum manni. „En ef okkur var alvara þá ráðumst við í þessar breytingar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka