Bankar opnir í dag á Kýpur

00:00
00:00

Örygg­is­gæsla hef­ur verið hert til muna á Kýp­ur í dag en bank­ar verða opn­ir í dag, í fyrsta skipti í tæp­ar tvær vik­ur. Þrátt fyr­ir að hægt verði að sinna bankaviðskipt­um á Kýp­ur í dag verður það háð skil­yrðum. Til að mynda má ekki taka út meira en 300 evr­ur á dag. Eins hef­ur gjald­eyr­is­höft­um verið komið á.

Í gær­kvöldi fylgdu vopnaðir lög­regluþjón­ar pen­inga­flutn­inga­bíl­um sem komu með fé til Seðlabank­ans.

Höft­in eru þau fyrstu sem sett eru í evru-ríki en eitt af grund­vall­ar­atriðum Evr­ópu­sam­bands­ins er frjálst flæði fjár­magns. Það ákvæði hef­ur nú verið brotið á Kýp­ur.

Á vef breska rík­is­út­varps­ins er farið yfir hvað fel­ist í höft­un­um á Kýp­ur en þar má nefna að ekki er tekið við ávís­un­um, þeir sem ferðast til út­landa mega ekki taka meira en 1.000 evr­ur út úr land­inu og að há­marki má greiða með kred­it- eða de­bet­korti í út­lönd­um fyr­ir  fimm þúsund evr­ur á mánuði. Sér­stök nefnd fer yfir beiðnir um milli­færsl­ur fyr­ir 5-200 þúsund evr­ur. All­ar milli­færsl­ur yfir 200 þúsund evr­ur verða skoðaðar sér­stak­lega.

Þeir sem eiga 100 þúsund evr­ur eða meira inni á banka­reikn­ing­um þurfa að greiða skatt sem fellst í því að hluta fjár­hæðar­inn­ar verður breytt í hluta­bréf í kýp­versk­um bönk­um. Er þetta meðal þeirra leiða sem stjórn­völd beita til þess að ná 5,8 millj­örðum evra trygg­ingu sem var gerð að skil­yrði fyr­ir 10 millj­arða evra láni Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins til Kýp­ur.

Um 1.500 manns tóku þátt í mót­mæl­um í Ni­kos­íu í gær gegn skil­mál­um neyðarláns sem Kýp­ur verður veitt til að bjarga bönk­um lands­ins.

Komm­ún­ista­flokk­ur­inn Akel stóð fyr­ir mót­mæl­un­um og þátt­tak­end­urn­ir hrópuðu víg­orð gegn „þríeyk­inu“ sem setti skil­mál­ana, þ.e. Evr­ópu­sam­band­inu, Seðlabanka Evr­ópu og Alþjóðagja­leyr­is­sjóðnum.

Sam­kvæmt skil­mál­um neyðarláns­ins á einnig að end­ur­skipu­leggja Kýp­ur­banka, stærsta banka lands­ins, og draga úr um­svif­um næst­stærsta bank­ans, Laiki. Banka­stjóri Kýp­ur­banka sagði af sér í gær og kýp­versk­ir rík­is­fjöl­miðlar sögðu að seðlabanka­stjóri lands­ins hefði knúið hann til af­sagn­ar að fyr­ir­mæl­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Fjár­málaráðherra Kýp­ur, Michal­is Sarris, sagði að þeir sem ættu meira en 100.000 evr­ur á reikn­ing­um hjá Laiki-bank­an­um gætu tapað allt að 80% af inni­stæðunum. Áður hafði verið skýrt frá því að viðskipta­vin­ir Kýp­ur­banka gætu tapað allt að 40% af inni­stæðum sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert