Biðraðir og vopnaðir verðir við banka

AFP

Bankaútibú opnuðu klukkan tíu á Kýpur í morgun og eru vopnaðir lögregluþjónar við flesta þeirra. Biðraðir voru við einhver útibú enda hafa Kýpverjar ekki getað stundað bankaviðskipti í tólf daga.

Við einhver bankaútibú var taugatitringur meðal þeirra sem stóðu í biðröð og þegar ekki var opnað á slaginu 12 að staðartíma hóf fólk að berja á dyr útibúanna.

Kýpuráhrifin hafa verið töluverð á markaði undanfarna daga og í dag lækkuðu flestir fjármálamarkaðir enda í fyrsta skipti sem evru-ríki setur á gjaldeyrishöft í líkingu við þau sem gilda á Ísland. Voru höftin sett til þess að koma í veg fyrir áhlaup á bankana.

Þetta verður mjög erfiður dagur. Orðbragðið verður ekki gott og mikil reiði verður meðal fólks, segir Philippos Philippou í samtali við AFP fréttastofuna fyrir utan Laiki bankann á Makarios stræti í Níkosíu. Philippou er atvinnulaus rafvirki.

Fimm gámar fullir af evrum, milljörðum evra, voru fluttir í höfuðstöðvar Seðlabankans í gærkvöldi að sögn ljósmyndara AFP. Þyrla og lögregla fylgdi peningaflutningunum. Þrátt fyrir að búið sé að opna banka landsins er kauphöllin á Kýpur enn lokuð. 

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert