Rólegt í kýpverskum bönkum

00:00
00:00

Ró­legt var yfir Kýp­ur­bú­um þegar bank­ar voru opnaður að nýju í dag eft­ir að hafa verið lokaðir í næst­um tvær vik­ur. Viðmæl­end­ur AFP frétta­stof­unn­ar sögðust áhyggju­full­ir en höfðu trú á því að landið kom­ist út úr efna­hags­vand­ræðum sín­um.

„Að sjálf­sögðu hef ég áhyggj­ur. All­ir hafa áhyggj­ur,“ sagði einn viðmæl­anda. „En þegar allt kem­ur til alls þurf­um við að vinna úr mál­un­um, finna lausn­ir og svör. Við verðum að vinna okk­ur út úr þessu sjálf.“

Banka­úti­bú voru opnuð klukk­an tíu á Kýp­ur í morg­un og voru vopnaðir lög­regluþjón­ar við flesta þeirra. Bú­ist var við mik­illi reiði og jafn­vel að upp úr syði enda gjald­eyr­is­höft verið sett og bankaviðskipti því tak­mörkuð. Hins veg­ar gekk dag­ur­inn vel fyrri sig og án telj­andi vand­ræða.

Á vef breska rík­is­út­varps­ins er farið yfir hvað fel­ist í höft­un­um á Kýp­ur en þar má nefna að ekki er tekið við ávís­un­um, þeir sem ferðast til út­landa mega ekki taka meira en 1.000 evr­ur út úr land­inu og að há­marki má greiða með kred­it- eða de­bet­korti í út­lönd­um fyr­ir fimm þúsund evr­ur á mánuði. Sér­stök nefnd fer yfir beiðnir um milli­færsl­ur fyr­ir 5-200 þúsund evr­ur. All­ar milli­færsl­ur yfir 200 þúsund evr­ur verða skoðaðar sér­stak­lega.

Þeir sem eiga 100 þúsund evr­ur eða meira inni á banka­reikn­ing­um þurfa að greiða skatt sem fellst í því að hluta fjár­hæðar­inn­ar verður breytt í hluta­bréf í kýp­versk­um bönk­um. Er þetta meðal þeirra leiða sem stjórn­völd beita til þess að ná 5,8 millj­örðum evra trygg­ingu sem var gerð að skil­yrði fyr­ir 10 millj­arða evra láni Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins til Kýp­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert