Skipa hrun-rannsóknarnefnd

00:00
00:00

For­seti Kýp­ur, Nicos An­astasia­des, hef­ur ákveðið að lækka laun sín um fjórðung á meðan laun ráðherra munu lækka um 20%.

Aðstoðarmaður for­set­ans seg­ir að An­astasia­des hafi þegar haft sam­band við rík­is­féhirði og óskað eft­ir því að laun hans yrðu lækkuð um 25%. Eins hef­ur for­set­inn og rík­is­stjórn­in af­salað sér rétti til að fá greidd­an þrett­ánda mánuðinn sem þeir eiga rétt á.

Í dag skipaði rík­is­stjórn­in þriggja manna nefnd sem ætlað er að rann­saka hvort að fram­in hafi verið sak­næm brot í tengsl­um við banka­hrunið þar í landi. Um er að ræða þriggja manna nefnd sem er skip­um þrem­ur fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dómur­um. Um svipaða nefnd er að ræða og rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is sem skipuð var í kjöl­far banka­hruns­ins hér á landi haustið 2008.

Rík­is­stjórn­in seg­ir að nefnd­inni sé ætlað að rann­saka póli­tíska ábyrgð á hrun­inu, sem og hjá hinu op­in­bera. Eins hvort lög hafi verið brot­in í und­an­fara hruns­ins.

Á Wall Street hækkuðu helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur þegar viðskipti hóf­ust klukk­an 13:30 að ís­lensk­um tíma en bankaviðskipti hóf­ust á Kýp­ur á ný klukk­an 10 í morg­un að ís­lensk­um tíma. Er hækk­un­in rak­in til þess að þrátt fyr­ir að ein­hverj­ar biðraðir hafi verið við banka hafi ekki komið til uppþota og allt farið fram með friðsam­leg­um hætti. Eins höfðu já­kvæðar frétt­ir af smá­sölu í Þýskalandi góð áhrif á hluta­bréfa­verð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert