Dregið úr höftum á Kýpur

Biðröð við Kýpurbankann í morgun
Biðröð við Kýpurbankann í morgun AFP

Stjórn­völd á Kýp­ur hafa dregið úr þeim höft­um sem gilda um milli­færsl­ur fyr­ir­tækja og út­gáfu ávís­ana.

Rann­sókn­ar­nefnd sem rík­is­stjórn Kýp­ur skipaði á fimmtu­dag hóf störf í dag en henni er ætlað að rann­saka ástæður banka­hruns­ins. Litlu mátti muna að Kýp­ur færi í þrot en Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður, Evr­ópu­sam­bandið og Seðlabanki Evr­ópu kom rík­inu til bjarg­ar á síðustu stundu.

Eft­ir viðræður stjórn­valda í Níkós­íu við alþjóðlega lána­drottna hef­ur Seðlabanki Kýp­ur til­kynnt að dregið verði úr höft­um sem hafa gilt frá því bank­ar voru opnaðir á ný á fimmtu­dag. Hef­ur heim­ild fyr­ir­tækja til að milli­færa verið hækkuð úr 5 þúsund evr­um í 25 þúsund evr­ur og eins er heim­ilt að fá skipt ávís­un­um upp á 9 þúsund evr­ur að há­marki.

Jafn­framt verður viðskipta­vin­um Kýp­ur­banka, sem er stærsti bank­inn á Kýp­ur, heim­ilt að taka út 10% af inni­stæðum sín­um sem eru yfir 100 þúsund evr­ur eða meira. Mögu­lega geta þeir sem eiga yfir 100 þúsund evr­ur á reikn­ing­um í bank­an­um tapað 60% af inni­stæðum sín­um yfir 100 þúsund evr­ur en það fer allt eft­ir því hvað verður til skipt­ana eft­ir að skila­nefnd bank­ans hef­ur lokið störf­um. Bank­inn verður sam­einaður næst stærsta banka lands­ins Laiki. Inni­stæðueig­end­ur hjá Laiki bank­an­um sem eiga yfir 100 þúsund evr­ur þurfa enn að doka við hvað varðar út­tekt­ir af reikn­ing­um sín­um.

Gjaldeyrishöft hafa verið sett á Kýpur
Gjald­eyr­is­höft hafa verið sett á Kýp­ur AFP
Ástandið er víða bágborið á Kýpur
Ástandið er víða bág­borið á Kýp­ur AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert