Fjármálaráðherra Kýpur segir af sér

Michalis Sarris
Michalis Sarris AFP

Fjármálaráðherra Kýpur, Michalis Sarris, hefur sagt af sér og segir að ástæða afsagnarinnar sé sú að hann hafi áður verið stjórnarformaður Laiki bankans sem rambaði á barmi gjaldþrots.

Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, hefur fallist á afsögn Sarris. 

Fyrr í dag tók sérstök rannsóknarnefnd til starfa sem skipuð er fyrrverandi hæstaréttardómurum. Er nefndinni ætlað að rannsaka hvað hafi valdið því að landið varð nánast gjaldþrota í síðasta mánuði. Meðal annars hver hlutur stjórnmálamanna og bankamanna hafi verið og hvort saknæm brot hafi verið framin fyrir hrunið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka