Óttast frekari álögur

00:00
00:00

Orðróm­ur um að frek­ari álög­ur verði lagðar á inni­stæðueig­end­ur á Kýp­ur hef­ur valdið skelf­ingu meðal ým­issa spari­fjár­eig­end­ur sem þustu í banka­úti­bú á eyj­unni í morg­un til þess að taka út eins mikið af fé sínu og þeir gætu.

Stjórn­völd brugðust strax við frétt­um af löng­um biðröðum við banka og sendu frá sér til­kynn­ingu þar sem fólk var full­vissað um að eng­ar slík­ar aðgerðir væru í píp­un­um.

Unnið er að því að ganga frá laus­um end­um í sam­bandi við tíu millj­arða evra björg­un­ar­pakka þríeyk­is­ins, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, Seðlabanka Evr­ópu og Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ástandið er mjög erfitt á Kýp­ur en loka þurfti bönk­um í tólf daga á meðan reynd var að ná sam­komu­lagi um björg­un lands­ins þegar bank­arn­ir riðuðu til falls. Í gær fóru banka­starfs­menn þar í verk­fall þar sem þeir ótt­ast um líf­eyr­is­sparnað sinn.

Biðröð fyrir utan banka
Biðröð fyr­ir utan banka AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert