Orðrómur um að frekari álögur verði lagðar á innistæðueigendur á Kýpur hefur valdið skelfingu meðal ýmissa sparifjáreigendur sem þustu í bankaútibú á eyjunni í morgun til þess að taka út eins mikið af fé sínu og þeir gætu.
Stjórnvöld brugðust strax við fréttum af löngum biðröðum við banka og sendu frá sér tilkynningu þar sem fólk var fullvissað um að engar slíkar aðgerðir væru í pípunum.
Unnið er að því að ganga frá lausum endum í sambandi við tíu milljarða evra björgunarpakka þríeykisins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og Evrópusambandsins.
Ástandið er mjög erfitt á Kýpur en loka þurfti bönkum í tólf daga á meðan reynd var að ná samkomulagi um björgun landsins þegar bankarnir riðuðu til falls. Í gær fóru bankastarfsmenn þar í verkfall þar sem þeir óttast um lífeyrissparnað sinn.