Líklegt er að geislavirkt vatn hafi lekið út í jarðveginn úr vatnsgeymi við Fukushima-kjarnorkuverið í Japan.
Þessi leki kemur í kjölfar yfirlýsingar rafmangsveitu Tókíó frá því gær um að 120 tonn af menguðu vatni hafi lekið úr sjö neðanjarðartönkum kjarnorkuversins.
Í tönkunum var geymt vatn sem notað var til að kæla kjarnakljúfa versins.
Í vatninu mældist geislavirkni í litlum mæli.
Fukushima-kjarnorkuverið skemmdist í mikilli flóðbylgju í kjölfar jarðskjálfta í mars árið 2011. Jarðvegur og vatn í nágrenninu mengaðist í kjölfarið.