Skaut ættingja og vini til bana

00:00
00:00

Ekki er vitað hvers vegna karl­maður á sjö­tugs­aldri skaut þrett­án ætt­ingja og vini til bana í serbnesku þorpi í nótt. Maður­inn er í lífs­hættu auk tveggja annarra. Meðal hinna látnu er tveggja ára gam­alt barn en fjölda­morðin eru þau skelfi­leg­ustu í land­inu í tvo ára­tugi.

Maður­inn skaut flest fórn­ar­lamba sinna í höfuðið en þau voru í fasta­svefni. Að því loknu reyndi hann að fremja sjálfs­víg með því að skjóta sjálf­an sig. Tólf lét­ust á staðnum en þrett­ánda fórn­ar­lambið lést á gjör­gæslu í nótt, að sögn yf­ir­manns serbnesku lög­regl­unn­ar, Mil­orad Veljovic. Um er að ræða sex kon­ur og sex karla auk barns­ins.

Í frétt­um rík­is­sjón­varps­ins, RTS, kom fram að árás­armaður­inn heit­ir Lju­bisa Bogdanovic. Hann bjó í þorp­inu Velika Ivanca líkt og fórn­ar­lömb­in en flest­ir þorps­búa eru ætt­ingj­ar hans. Morðin voru fram­in í fimm hús­um í þorp­inu um þrjú leytið í nótt að ís­lensk­um tíma.

Talið er að morðing­inn hafi fyrst myrt son sinn, sem er 42 ára og síðan móður sína. Bogdanovic fannst í garði eins húss­ins þar sem hann reyndi að fremja sjálfs­víg. Hann er nú í lífs­hættu á gjör­gæslu.

Ná­granni morðingj­ans seg­ist hafa rætt við hann í gær og ekk­ert virt­ist ama að hon­um. „Hann var góður ná­granni. Ekki hefði verið hægt að ímynda sér að þetta gæti gerst. Eng­inn veit ástæðuna nema hann sjálf­ur,“ seg­ir Stanica Kosta­din­ovic, einn íbúa í þorp­inu.

Ekki er vitað hvers vegna maðurinn myrti nágranna og ættingja …
Ekki er vitað hvers vegna maður­inn myrti ná­granna og ætt­ingja í nótt AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert