Útför Margaret Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mun fara fram í Lundúnum í 17. apríl nk. Frá þessu greinir breska forsætisráðuneytið.
Thatcher andaðist í gær 87 ára aldri og var banamein hennar heilablóðfall.
Hún verður jarðsungin í kirkju heilags Páls og mun útförin fara fram með viðhöfn. Breski herinn mun taka þátt og verður kistunni fylgt frá Westminster að kirkjunni. Elísabet Bretadrottning og Filippus prins munu verða viðstödd útförina.
Bresk stjórnvöld segja að ekki verði um opinbera útför að ræða heldur viðhafnarútför líkt og Díana prinsessa og Elísabet móðir núverandi drottningar.
Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að viðhafnarútför sé skör lægri en opinber útför, sem er vanalega aðeins ætluð þjóðhöfðingjum og konungbornum einstaklingum. Slík útför þarfnast ennfremur samþykkis drottningarinnar.
Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að þetta hafi verið ákveðið á fundi í morgun með fjölskyldu Thatchers og fulltrúum bresku konungsfjölskyldunnar.