Pylsur fyrir múslíma innihéldu svínakjöt

Bannað er að neyta svínakjöts samkvæmt íslam.
Bannað er að neyta svínakjöts samkvæmt íslam. AFP

Svínakjöt fannst í pylsum sem merktar voru „halal“ í Svíþjóð að því er sænska matvælaeftirlitið segir. Kjöt er merkt halal sé dýrum slátað samkvæmt sérstökum reglum íslams. Neysla svínakjöts er bönnum samkvæmt íslam.

„Við munum láta Evrópusambandið vita um niðurstöður okkar og fylgja málinu eftir hjá fyrirtækinu sem seldi vöruna með röngum merkingum í Svíþjóð,“ segir talsmaður sænska matvælaeftirlitsins.

„Það er óásættanlegt að vörur sem merktar eru „halal“ innihaldi svínakjöt. Það er fullt af fólk sem vil ekki undir nokkrum kringumstæðum borða svínakjöt, svo það er mikilvægt að fyrirtæki taki ábyrgð,“ segir talsmaðurinn. 

Matvælaeftirlitið hefur ekki látið uppi hversu mikið af kjöti var rangt merkt og hversu mikið af því hefur verið selt.

Þegar dýri er slátrað samkvæmt halal-aðferðinni er það skorið á háls og tæmt af blóði. Aðferðin er hins vegar bönnuð í Svíþjóð þar sem ekki má deyfa dýrin fyrir slátrun samkvæmt aðferðinni.

Matvælaeftirlitið segir að svínakjöt hafi verið um 10% af innihaldi pylsanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka