Matvælaeftirlitið í Hollandi bað í dag mörg hundruð fyrirtæki víðs vegar um Evrópu sem keypt hafa kjöt af hollenskum kjötframleiðanda, að gera athuganir á um 50 þúsund tonnum af kjöti. Grunur leikur á að kjötið sem sagt er vera nautakjöt sé í raun hrossakjöt.
Biður matvælaeftirlitið fyrirtækin að taka kjötið af markaði og ganga úr skugga um hvort það sé í raun nautakjöt.
Talið er að kjötframleiðandinn Selten hafi selt hið meinta nautakjöt til yfir 370 fyrirtækja víðs vegar um Evrópu.