Dregið úr höftum á Kýpur

AFP

Stjórn­völd á Kýp­ur hafa dregið veru­lega úr þeim höft­um sem sett voru til þess að koma í veg fyr­ir áhlaup á bank­ana þegar viðskipti hóf­ust á ný eft­ir tólf daga lok­un. Eng­in höft verða nú sett á milli­færsl­ur sem eru 300 þúsund evr­ur eða minna.

Hins veg­ar verður áfram óheim­ilt að taka út meira en 300 evr­ur á dag af banka­reikn­ing­um en er þess vænst að þeim höft­um verði aflétt eft­ir viku, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyti lands­ins.

Aflétt­ing haft­anna skipt­ir miklu fyr­ir stjórn­völd á Kýp­ur enda hafa slík höft aldrei verið sett í evru-ríki fyrr. Höft­in hafa haft veru­lega hamlandi áhrif á at­vinnu­lífið á Kýp­ur enda eiga fyr­ir­tæki erfitt með að greiða starfs­fólki laun og birgj­um fyr­ir vör­ur.

Ekki þarf að sækja um samþykki fyr­ir fjár­magns­flutn­ing­um út úr landi upp að 20 þúsund evr­um. Hins veg­ar þarf að sækja um heim­ild til þess að flytja hærri fjár­hæðir úr landi.

Ferðamenn sem eru að fara úr landi á Kýp­ur mega taka allt að 2 þúsund evr­ur með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert