Dregið úr höftum á Kýpur

AFP

Stjórnvöld á Kýpur hafa dregið verulega úr þeim höftum sem sett voru til þess að koma í veg fyrir áhlaup á bankana þegar viðskipti hófust á ný eftir tólf daga lokun. Engin höft verða nú sett á millifærslur sem eru 300 þúsund evrur eða minna.

Hins vegar verður áfram óheimilt að taka út meira en 300 evrur á dag af bankareikningum en er þess vænst að þeim höftum verði aflétt eftir viku, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyti landsins.

Aflétting haftanna skiptir miklu fyrir stjórnvöld á Kýpur enda hafa slík höft aldrei verið sett í evru-ríki fyrr. Höftin hafa haft verulega hamlandi áhrif á atvinnulífið á Kýpur enda eiga fyrirtæki erfitt með að greiða starfsfólki laun og birgjum fyrir vörur.

Ekki þarf að sækja um samþykki fyrir fjármagnsflutningum út úr landi upp að 20 þúsund evrum. Hins vegar þarf að sækja um heimild til þess að flytja hærri fjárhæðir úr landi.

Ferðamenn sem eru að fara úr landi á Kýpur mega taka allt að 2 þúsund evrur með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka