Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela viðurkennir ekki sigur Nicolas Maduro í forsetakosningunum sem fram fóru í gær og krefst endurtalningar.
Maduro var hægri hönd Hugos Chavez er hann var forseti og var svo settur í embætti er Chavez lést.
„Sá sem tapaði í dag ert þú,“ sagði Henrique Capriles, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, í morgun og átti þar við Maduro. „Við munum ekki viðurkenna niðurstöðuna fyrr en öll atkvæðin hafa verið talin.“
Í gær var það gefið út að Maduro hefði sigrað með 50,66% atkvæða en að Capriles hefði holtið 49,07%. Tæplega 300 þúsund atkvæði skildu þá að.
Stuðst er við rafræna kosningu í Venesúela en búnaðurinn prentar út hvern einasta atkvæðaseðil ef til endurtalningar þarf að koma.