5-15 látnir í Texas

AFP

Talið er að fimm til fimmtán hafi látist og yfir 160 hafi slasast í gríðarlega öflugri sprengingu í áburðarverksmiðju í bænum West, skammt frá Waco í Texas í gærkvöldi. Lögreglan líkir sprengingunni við kjarnorkusprengju.

Reykur og þung brunalykt er yfir öllu nágrenni verksmiðjunnar og óttast slökkvilið að eitraðar gufur geti lagst yfir bæinn. Eins er óttast hvort annar tankur í verksmiðjunni geti sprungið. 

Að sögn lögreglustjórans í Waco, W. Patrick Swanton, er óttast að mun fleiri hafi látist og slasast.

Áður hafði verið greint frá því að 60-70 væru látnir og voru þær tölur hafðar eftir yfirmönnum almannavarna. 

Meðal annars er þétt íbúðabyggð gjöreyðilögð og hjúkrunarheimili í nágrenni verksmiðjunnar. Öll neyðarskýli eru full en sprengingin var gríðarleg og mældist 2,1 stig á jarðskjálftamælum.

„Það er eins og kjarnorkusprengja hafi sprungið,“ segir bæjarstjórinn í West, Tommy Muska, í samtali við CNN.

Hjálparstarfsmenn ganga nú milli húsa til að kanna ástand íbúanna og hefur rafmagn og gas verið tekið af hluta bæjarins. Hins vegar óttast menn um loftgæðin vegna hættu á að eiturefnagufur leggist yfir bæinn.

Alls staðar blasir eyðilegging við í nágrenni verksmiðjunnar
Alls staðar blasir eyðilegging við í nágrenni verksmiðjunnar AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert