Minnti á skýstrók

00:00
00:00

Enn er slökkviliðsmanna saknað í West í Texas en þeir voru í bruna­út­kalli þegar spreng­ing­in varð í áburðar­verk­smiðju í útjaðri bæj­ar­ins í gær­kvöldi. Vitni segja að spreng­ing­in hafi minnt á skýstrók.

Yfir 160 slösuðust í spreng­ing­unni og vitað er að 5-15 eru látn­ir. Ótt­ast er að sú tala eigi eft­ir að hækka.

Hjálp­ar­starfs­menn eru enn að ganga á milli húsa í bæn­um West í Texas þar sem kannað er hvort ein­hverj­ir finn­ist á lífi í rúst­un­um.

Alls búa um 2.700 manns í West en bær­inn er í 32 km norður af borg­inni Waco.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu er unnið að rann­sókn á því hvað olli spreng­ing­unni en ekki er talið að um hryðju­verk sé að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert