Sprengingin í áburðarverksmiðjunni í smábænum West í Texas var öflug og enn er hætta á ferðum. Hún varð kl. 00.50 að íslenskum tíma, 19.50 að staðartíma.
- Margir eru særðir og óttast er að margir hafi látist. CNN segir staðfest að tveir hafi látist en að óttast sé að um 60-70 manns hafi týnt lífi.
- Bæjarstjórinn í smábænum West, þar sem um 2.500 manns, búa segir: „Það var eins og kjarnorkusprengja hafi sprungið.“
- Um 10-15 byggingar eru algjörlega ónýtar og um 50 heimili eru mjög skemmd.
- Áburðarverksmiðjan er nálægt fjölbýlishúsi og öldrunarheimili. Sjónarvottur segir við CNN að eldur hafi komist í öldrunarheimilið.
- Talið er að einhverjir séu fastir inni í braki fjölbýlishússins sem hrundi við sprenginguna.
- „Ég býst við að það hafi margir látist og að mjög margir hafi særst,“ segir George Smith, sem stjórnar björgunaraðgerðum á svæðinu.
- Vitað er að tveir slökkviliðsmenn létust við störf sín í nótt.
- Hermenn með gasgrímur hafa sett upp vegartálma í nágrenni bæjarins.
- Hillcrest sjúkrahúsinu hefur verið sagt að undirbúa sig fyrir að minnsta kosti 100 særða einstaklinga.
- Margir íbúar í West voru látnir yfirgefa heimili sín því hætta er talin á annarri sprengingu.
- Búið er að koma upp björgunarmiðstöð á fótboltaleikvangi.
- Sex þyrlur eru notaðar til að flytja særða.
- Von er á eiturefnasérfræðingum á svæðið. Í verksmiðjunni var unnið með hættuleg efni sem geta verið eldfim.
Sjá nánar
á CNN.