14 létu lífið í Texas

Íbúar smábæjarins West í Texas búa sig nú undir að hefja uppbyggingu að nýju þar sem leit og björgunaraðgerðum er að mestu lokið, tveimur dögum eftir að gríðarleg sprenging varð í ábyrgðaverksmiðju í útjaðri bæjarins. Staðfest er að 14 létu lifið.

Á vef CNN segir að fimm sjálfboðaliðar slökkviliðsins og einn slökkviliðsmaður sem brást við útkalli þótt hann væri ekki á vakt hafi látið lífið auk fjögurra sjúkraflutningamanna. 

Yfir 160 létust í sprengingunni og liggja 29 þeirra á gjörgæslu. Rick Perry ríkisstjóri Texas segir alveg ljóst að framundan sé langt bataferli hjá þessu litla samfélagi í West. Hann segir þó mega þakka fyrir að fleiri létu ekki lífið.

Í sprengingunni rifnaði þakið af West Fertilizer verksmiðjunni og eldtungur teygðu sig hátt til himins. Sprengingin jafngilti jarðskjálfta upp að 2,1 stigi. Margir af 2.800 íbúum bæjarins misstu heimili sín þar sem fjöldi húsa jafnaðist við jörðu í þrýstingnum.

Afar misvísandi tölur heyrðust um manntjón í upphafi enda gengu björgunarstörf hægt og mikill glundroði var á svæðinu. CNN hefur nú eftir lögreglustjóranum Scott Felton að ætla megi að 99% þeirra sem var saknað séu fundin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert