14 létu lífið í Texas

00:00
00:00

Íbúar smá­bæj­ar­ins West í Texas búa sig nú und­ir að hefja upp­bygg­ingu að nýju þar sem leit og björg­un­araðgerðum er að mestu lokið, tveim­ur dög­um eft­ir að gríðarleg spreng­ing varð í ábyrgðaverk­smiðju í útjaðri bæj­ar­ins. Staðfest er að 14 létu lifið.

Á vef CNN seg­ir að fimm sjálf­boðaliðar slökkviliðsins og einn slökkviliðsmaður sem brást við út­kalli þótt hann væri ekki á vakt hafi látið lífið auk fjög­urra sjúkra­flutn­inga­manna. 

Yfir 160 lét­ust í spreng­ing­unni og liggja 29 þeirra á gjör­gæslu. Rick Perry rík­is­stjóri Texas seg­ir al­veg ljóst að framund­an sé langt bata­ferli hjá þessu litla sam­fé­lagi í West. Hann seg­ir þó mega þakka fyr­ir að fleiri létu ekki lífið.

Í spreng­ing­unni rifnaði þakið af West Fer­tilizer verk­smiðjunni og eld­tung­ur teygðu sig hátt til him­ins. Spreng­ing­in jafn­gilti jarðskjálfta upp að 2,1 stigi. Marg­ir af 2.800 íbú­um bæj­ar­ins misstu heim­ili sín þar sem fjöldi húsa jafnaðist við jörðu í þrýst­ingn­um.

Afar mis­vís­andi töl­ur heyrðust um mann­tjón í upp­hafi enda gengu björg­un­ar­störf hægt og mik­ill glundroði var á svæðinu. CNN hef­ur nú eft­ir lög­reglu­stjór­an­um Scott Felt­on að ætla megi að 99% þeirra sem var saknað séu fund­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert