Íbúar West fá að snúa heim á ný

AFP

Ein­hverj­ir þeirra sem þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín eft­ir gríðarlega öfl­uga spreng­ingu í áburðar­verk­smiðju við bæ­inn West í Texas fengu að snúa aft­ur heim í dag.

Alls lét­ust fjór­tán í spreng­ing­unni en nán­ast all­ir þeir sex­tíu sem lýst hafði verið eft­ir fund­ust heil­ir á húfi á hót­el­um eða heima hjá vin­um í ná­grenn­inu. Talið er að enn geti verið tveggja saknað en það ligg­ur ekki ná­kvæm­lega fyr­ir.

Flest­ir þeirra sem lét­ust voru slökkviliðs- eða björg­un­ar­menn sem voru send­ir á staðinn vegna elds sem hafði blossað upp í verk­smiðjunni fyr­ir spreng­ing­una, að sögn banda­ríska dag­blaðsins The New York Times. Um 200 manns særðust í spreng­ing­unni.

Um 50 íbúðir gereyðilögðust í spreng­ing­unni, auk þriggja slökkviliðsbíla og eins sjúkra­bíls. Yf­ir­völd sögðu að ekki væri enn vitað hvað olli eld­in­um og spreng­ing­unni. Ekk­ert hefði komið fram sem benti til þess að spreng­ing­in hefði orðið vegna íkveikju eða ann­ars glæp­sam­legs at­hæf­is. Í verk­smiðjunni var mikið magn af áburði sem inni­held­ur ammon­íumnítrat og get­ur sprungið við mik­inn hita.

Lang­ar bíla­lest­ir mynduðust þegar óþreyju­full­ir íbú­ar biðu eft­ir því að kom­ast heim til sín til að sjá hvort mikl­ar skemmd­ir væru á hús­um þeirra.

Lögreglan í Texas fylgdist vel með bílalestinni í dag
Lög­regl­an í Texas fylgd­ist vel með bíla­lest­inni í dag AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka