Maduro sór embættiseið

00:00
00:00

Nicolas Maduro sór í gær embættiseið sem nýr for­seti Venesúela. Póli­tísk spenna hef­ur ríkt í land­inu síðustu fimm daga eft­ir að hann lýsti yfir naum­um sigri í afar jöfn­um kosn­ing­um.

Maduro var hægri hönd Hugos heit­ins Chavez, fyrr­ver­andi for­seta til margra ára sem lést fyr­ir stuttu eft­ir bar­áttu við krabba­men.

Stjórn­ar­and­stæðing­ar neita að viður­kenna sig­ur Maduro í kosn­ing­un­um og banda­rísk stjórn­völd sögðust líka í vik­unni ekki geta viður­kennt úr­slit­in enn sem komið er. En Maduro kær­ir sig koll­ótt­ann og var svar­inn í embættið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert