Mannfall í sprengjuárás í Damaskus

Sprengja sprakk í  Marjeh-hverfinu í Damaskus í dag. Nokkrir létust að sögn sýrlenska ríkissjónvarpsins. Skotbardagar tóku við í kjölfarið. 

Sýrlenska sjónvarpið segir að sprengingin hafi valdið miklum skemmtun en sprengjan sprakk skammt frá skrifstofum innanríkisráðuneytisins.

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja að um bílsprengju hafi verið að ræða. Einhverjir hafi látist og margir særst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert