Petraeus snýr sér að kennslu

David Petraeus
David Petraeus AFP

David Petraeus, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), hefur tekið að sér kennslu í háskóla í Kaliforníu síðar árinu. Hann hefur einnig tekið að sér kennslu í New York.

Petraeus sagði af sér sem yfirmaður CIA í nóvember eftir að upp komst um ástarsamband hans við ævisöguritara hans.

Staðfest hefur verið að hann verði prófessor við háskólann í Suður-Kaliforníu og taki meðal annars að sér tæknikennslu.

David Petraeus bað í lok mars þá afsökunar sem hann „særði og olli vonbrigðum“ vegna framhjáhalds. Kom þetta fram í ræðu sem hann flutti í háskólanum í Suður-Kaliforníu. Þar sagði hann framferði sitt hafa sært bæði vini og vandamenn.

Hann bætti því við, að atvikið geti vonandi kennt öðrum að „lífið stoppar ekki við svona mistök og verður að halda áfram.“

David Petraeus tók við sem yfirmaður CIA árið 2011 eftir að hafa leitt heri bandamanna í Írak og Afganistan

Konan sem hershöfðinginn daðraði við

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert