Greiddi fyrir upplýsingar úr fjárlögum

The Sun greiddi fyrir upplýsingar um hvað væri mögulega að …
The Sun greiddi fyrir upplýsingar um hvað væri mögulega að finna í fjárlögum næsta árs. AFP

Blaðamaður á breska dagblaðinu The Sun og fjölmiðlafulltrúar bresku skattstofunnar hafa verið ákærðir fyrir mútur, samkvæmt upplýsingum frá saksóknara.

Er blaðamaðurinn, Clodagh Hartley, sakaður um að hafa greitt 17.475 pund, 3,3 milljónir króna, á þriggja ára tímabili til fjölmiðlafulltrúanna, Jonathan Hall og Marta Bukarewicz, gegn upplýsingum.

Hartley, 38 ára, Hall, 51 árs og Bukarewicz, 44 ára, hafa öll verið ákærð fyrir fjármálamisferli. Ákærurnar tengjast rannsókn á málum tengdum fjölmiðlum í eigu News Corp, fjölmiðlaveldi Ruperts Murdochs í Bretlandi.

Samkvæmt ákærum ríkissaksóknara greiddi The Sun Hall, aðallega í gegnum unnustu hans, fyrir upplýsingar um stefnu ríkisstjórnar Davids Camerons, við fjárlagagerðina. Mögulegan niðurskurð og fleira. Brotin áttu sér stað á tímabilinu mars 2008 til júlí 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert