Ráðherrar vilja undanskilja hljóð- og myndefni

AFP

Menningarmálaráðherrar Frakklands, Þýskalands og tólf annarra ríkja Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að fyrirhugaðar fríverslunarviðræður við Bandaríkin nái ekki til hljóð- og myndefnis. Yfirlýsing þess efnis kemur degi eftir að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir að ekki ætti að taka neinn málaflokka út fyrir sviga í viðræðunum. Frakkar hafa haft forystu um að hljóð- og myndefni verði undanskilið í viðræðunum.

Fram kemur í frétt AFP að ríkin sem um ræðir séu auk Frakklands og Þýskalands Belgía, Austurríki, Búlgaría, Kýpur, Ungverjaland, Ítalía, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía og Spánn. Haft er eftir Karel De Gucht, viðskiptastjóra Evrópusambandsins, að stefnumótun sem miði að því að standa vörð um evrópska menningu og fjölmiðlun gagnvart áhrifum Hollywood yrðu ekki hluti af viðræðunum.

Frakkar hafa þess utan einnig sagt að ekki komi til greina að opna fyrir innflutning til Evrópusambandsins á landbúnaðarafurðum sem meðhöndlaðar hefðu verið með hormónum eða verið erfðabreytt. Undir það hafa þýskir bændur tekið. Þá vilja Frakkar ekki að fríverslunarviðræðurnar nái til varnarmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka