Vilja PIP-stofnanda í 4 ára fangelsi

Jean-Claude Mas, stofnandi PIP, á leið inn í réttarsal í …
Jean-Claude Mas, stofnandi PIP, á leið inn í réttarsal í dag. AFP

Saksóknari í borginni Marseille í Frakklandi fer fram á fjögurra ára fangelsi yfir Jean-Claude Mas, stofnanda PIP-fyrirtækisins sem seldi gallaða sílikonbrjóstapúða. Að auki er farið fram á að Mas greiði 100.000 evra sekt, jafnvirði tæpra 16 milljóna íslenskra króna.

Þá er einnig farið fram á að honum verði bannað að vinna í heilbrigðisgeiranum og að hann megi ekki stofna eigið fyrirtæki. 

Mas stofnaði PIP (Poly Implant Prothese) árið 1991 þegar mikill vöxtur var í brjóstapúðaígræðslum. Fyrirtækið varð það þriðja stærsta í heimi á sínu sviðið en það tók að halla undan fæti þegar lýtalæknar fóru að kvarta undan því hversu oft PIP púðarnir lækju. 

Réttarhöldin yfir Mas hófust þann 17. apríl síðastliðinn, en meira en 5.000 konur taka þátt í hópmálsókn gegn honum og fjórum framkvæmdastjórum PIP og eru þetta ein umfangsmestu málaferlin í franskri réttarsögu. 

Frétt mbl.is: Hróp gerð að PIP-stofnanda

Philippe Courtois, lögmaður kvennanna sem fengu gölluðu PIP-púðana, fyrir framan …
Philippe Courtois, lögmaður kvennanna sem fengu gölluðu PIP-púðana, fyrir framan dómshúsið í Marseille í Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert