Öflugur hvirfilbylur lagði fjölda heimila í rúst í úthverfi í Oklahoma-borg í dag sem og tvær skólabyggingar samkvæmt frétt AFP. Hverfið er nær rústir einar samkvæmt fréttinni en þar búa um 55 þúsund manns.
Haft er eftir ríkisstjóra Oklahoma, Mary Fallin, að yfirvöld geri ráð fyrir því að fleiri hvirfilbylir eigi eftir að gera vart við sig í ríkinu á næstunni. Hvatti hún íbúa til þess að halda kyrru fyrir á öruggum stöðum.
Ekki hafa borist fréttir af manntjóni en óttast er að það gæti orðið verulegt þegar yfir lýkur. Hvirfilbyljir eru ekki óalgengir í Oklahoma en þeir lenda sjaldnast á þéttbýli.