Þjóðin stendur með íbúum Moore

„Íbúar Moore mega vita að þjóð þeirra er með þeim í rústunum og stendur við hlið þeirra jafn lengi og þörf er á,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi vegna hamfaranna í Oklahoma í gær. Obama sagði að í fyrstu yrði að einblína á björgunaraðgerðir.

Obama harmaði að auðn væri nú þar sem heimili og skólabyggingar stóðu áður og hét því að bandaríska þjóðin stæði með íbúum sem ættu um sárt að binda. Hann sagði mikla vinnu framundan við uppbyggingu og til þess að vinnan gæti farið af stað umsvifalaust hefði hann lýst yfir neyðarástandi í gær. 

Það hefði verið gert til þess að þeir sem tapað hefðu heimilum sínum og misst ástvini gætu fengið tafarlausa aðstoð. 

Tala látinna stendur enn í 24 en talið er að hún eigi eftir að hækka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert