Aðgerðarsinnar í Tyrklandi krefjast þess að lögreglustjórar í Istanbúl, Ankara og í öðrum borgum landsins verði sagt upp störfum, en mikil reiði ríkir meðal landsmanna vegna harkalegra aðfara lögreglumanna gagnvart mótmælendum í landinu.
Bulent Arinc, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, hafa verið afhentar kröfur þess efnis. Í gær bað Arinc mótmælendur afsökunar sem höfðu særst í lögregluaðgerðunum.
Lögreglulið var sent á vettvang til að stöðva mótmæli sem tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum í almenningsgarði í Istanbúl. Málið hefur undið upp á sig og víða í Tyrklandi hafa brotist út óeirðir og fjöldamótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum.
Verkamenn, sem hafa lagt niður störf, hafa slegist í lið með mótmælendum. Er þess krafist að Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, segi af sér.
Í dag gekk fólk fylktu liði á Taksim-torgi í miðborg Istanbúl, sem hefur verið miðpunktur mótmælanna og átakanna, með fána og barði í trommur.
Sumir hafa staðið yfir jóga-mótmælum, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.