Lát Hugo Chavez 5. mars síðastliðinn var mörgum íbúum Venesúela harmafregn. Síðan þá hefur hans oftsinnis verið minnst og síðast á miðvikudag þegar þrír mánuðir voru liðnir frá láti Chavez. Eftirmaður hans á forsetastóli, Nicolas Maduro, tók að sjálfsögðu þátt í minningarathöfninni.
Maduro sagðist eftir lát Chavez telja fullvíst að eitrað hafi verið fyrir forsetanum og að rannsaka þurfi dauða hans ítarlega. Þá sagðist hann hafa sönnunargögn því til staðfestingar.