Réttarhöld í Zimmerman máli hefjast í dag
Réttarhöld í máli George Zimmerman hefjast í dag, en Zimmerman er ákærður fyrir morð af annarri gráðu fyrir að hafa skotið til bana hinn sautján ára Trayvon Martin í febrúar síðastliðnum. Zimmerman var að sinna nágrannavörslu er hann skaut hinn óvopnaða Martin sem var á leið heim úr búðarferð.
Zimmerman heldur fram sakleysi með þeim rökum að árásin hafi verið gerð í sjálfsvörn. Fram hefur þó komið að það eina sem lögregla hafi fundið á Martin hafi verið Skittles nammipoki ásamt flösku af íste.
Mikil umræða og mótmæli gegn kynþáttahatri í Bandaríkjunum komu upp í kjölfar málsins, en Zimmerman er hvítur á hörund og Martin þeldökkur. Margir létu til sín taka í umræðunni, þeirra á meðal Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Réttarhöldin verða haldin í Seminol county dómhúsinu á Florída og búist er við að þau muni standa yfir í einn mánuð.