Kona sem yfirvöld í Kína fullyrða að hafi verið 127 ára gömul. er látin. Þessi hái aldur konunnar hefur ekki verið viðurkenndur af öðrum en Kínverjum.
Opinber skjöl í heimalandinu Kína segja að Luo Meizhen hafi fæðst árið 1885. Sé það rétt er hefur enginn annar maður náð svo háum aldri. Hún lést um helgina í kjölfar veikinda, segir sonur hennar Huang Youhe í samtali við AFP-fréttastofuna.
„Hún var 127 ára er hún lést svo þetta var ekki óvænt,“ segir barnabarn hennar, Huang Heyuan.
Sé fæðingarvottorð Luo rétt hefur hún verið elsti jarðarbúinn er hún lést, eldri en Japaninn Jiroemon Kimura sem sagður er vera 116 ára. Hins vegar hafa opinberar alþjóðastofnanir aldrei viðurkennt háan aldur Luo þar sem kerfi sem heldur utan um fæðingarvottorð var ekki fyrir hendi í Kína er hún á að hafa fæðst.
Þá þykir efasemdamönnum með ólíkindum hversu synir hennar eru unglegir en hún er sögð hafa fætt það yngsta er hún var 61 árs.
Samkvæmt heimsmetabók Guinness er elsti maður sem nokkru sinni hefur lifað hin franska Jeanne Calment sem var 122 ára og 164 daga er hún lést árið 1997.
Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá því í október að Luo væri 127 ára gömul.
„Hún var góð manneskja en var stundum í mjög vondu skapi, hún var hafði sterkan persónuleika,“ segir barnabarnið Huang Heyuan.
Luo átti fimm börn.