Sáttasemjarar frá Burkina Faso sem standa fyrir viðræðum milli stríðandi fylkinga í Malí vonast til þess að samkomulag náist sem verði svo til þess að hægt verði að ganga til kosninga í næsta mánuði.
Mánuðum saman hafa uppreisnarmenn tekist á við stjórnvöld í Malí. Til blóðugra bardaga hefur ítrekað komið og heilu landsvæðin hafa ýmist verið á valdi uppreisnarmanna eða stjórnarhersins.