Reynt að ná sátt í Malí

00:00
00:00

Sátta­semj­ar­ar frá Burk­ina Faso sem standa fyr­ir viðræðum milli stríðandi fylk­inga í Malí von­ast til þess að sam­komu­lag ná­ist sem verði svo til þess að hægt verði að ganga til kosn­inga í næsta mánuði.

Mánuðum sam­an hafa upp­reisn­ar­menn tek­ist á við stjórn­völd í Malí. Til blóðugra bar­daga hef­ur ít­rekað komið og heilu landsvæðin hafa ým­ist verið á valdi upp­reisn­ar­manna eða stjórn­ar­hers­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert