Samþykktu lög gegn „áróðri“ fyrir samkynhneigð

Koss fyrir utan neðri deild rússneska þingsins.
Koss fyrir utan neðri deild rússneska þingsins. AFP

Rússneska þingið samþykkti í dag frumvarp sem tekur hart á þeim sem beina „áróðri“ fyrir samkynhneigð að ungu fólki. Hægt að sekta fólk og dæma það í fangelsi gerist það brotlegt við lögin.

Margir óttast að með frumvarpinu sé verið að hella olíu á eld þeirra sem berjast gegn réttindum samkynhneigðra í landinu.

Frumvarpið var samþykkt í neðri deild þingsins með öllum greiddum atkvæðum eða 436. Frumvarpið verður nú sent efri deild þingsins til samþykktar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka