Hörð átök í Istanbúl

Í brýnu sló í nótt milli mótmælenda og óeirðalögreglu í Istanbúl í Tyrklandi í gær eftir að lögreglumenn rýmdu Gezi-garð, þar sem mótmælendur hafa hafst við í á þriðju viku. Lögreglan beitti táragasi og þrýstivatnssprautum á mótmælendur.

Mótmælendur hörfuðu undan lögreglu, en sneru vörn í sókn og reistu vegatálma og víggirðingar, auk þess sem þeir kveiktu elda á götum úti.

Sjónarvottar segja átökin þau hörðustu síðan mótmælin hófust og undruðust harkalega framgöngu lögreglu.

Átökin héldu áfram í morgun. Þúsundir íbúa í Ankara, höfuðborg landsins, komu saman til að lýsa yfir stuðningi við mótmælendurna í Istanbúl.

BBC segir frá.

Frá mótmælunum í nótt
Frá mótmælunum í nótt AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert