Hugo Chavez í himnaríki

00:00
00:00

„Djöf­ull­inn er kom­inn, ég finn lykt af brenni­steini,“ seg­ir teikni­myndafíg­úr­an Hugo Chavez við upp­reisn­ar­hetj­urn­ar Simon Boli­v­ar og Che Gu­evara þegar „Sam­mi frændi“ (e. Uncle Sam) mæt­ir þeim í himna­ríki, í nýrri teikni­mynd sem venesú­elska sjón­varps­stöðin Barrio TV sýndi í gær.

Rúm­ir þrír mánuðir eru liðnir síðan Hugo Chavez lést úr krabba­meini en minn­ingu hans er svo sann­ar­lega haldið á lofti í Venesúela, nú síðast í um­ræddri teikni­mynd þar sem hann sést svífa um á skýi, að því er virðist í himna­ríki, og hæðast að Banda­ríkj­un­um.

Um­mæli Chavez um djöf­ul­inn féllu í reynd árið 2006 í húsi Sam­einuðu þjóðanna í New York, þar sem Chavez lýsti Geor­ge W. Bush þáver­andi Banda­ríkja­for­seta með þess­um orðum í ræðu.

Hin vin­sæla banda­ríska tákn­mynd Uncle Sam sést í teikni­mynd­inni íklædd­ur bol í banda­rísku fána­lit­un­um. Hon­um er á end­an­um sparkað aft­ur niður til jarðar, á meðan hund­ur sleik­ir á hon­um and­litið. 

„Þú ert asni, herra Hætta. Kana­veldi, drullaðu þér heim,“ seg­ir teikni­myndafíg­úr­an Chavez þá, sjálf­ur klædd­ur fag­urrauðri skyrtu eins og hann skartaði svo gjarn­an í lif­andi lífi.

Þetta er ann­ar þátt­ur­inn í teikni­myndasyrpu sem tek­in var til sýn­inga í apríl. Í fyrsta þætt­in­um, sem sýnd­ur var í rík­is­sjón­varp­inu, sást Simon Boli­v­ar taka á móti Chavez í himna­ríki. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert