Maður handtekinn vegna morðanna í Ölpunum

Frá Annecy-vatni, skammt frá þeim stað þar sem morðin voru …
Frá Annecy-vatni, skammt frá þeim stað þar sem morðin voru framin. AFP

Breska lögreglan hefur handtekið mann vegna fjögurra morða í frönsku Ölpunum í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Í fréttinni kemur fram að maðurinn, sem er 54 ára, hafi verið handtekinn í Surrey. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að sá handtekni sé Zaid al Hilli, bróðir eins fórnarlambsins. Þar kemur fram að maðurinn sé grunaður um að hafa skipulagt morðin.

Hjón og móðir konunnar voru skotin til bana í bíl sínum. Tvær dætur hjónanna sluppu. Hjólreiðamaður sem kom að var einnig drepinn. Morðin voru fram 5. september og hafa frönsk og bresk lögregluyfirvöld rannsakað þau.

Saad al-Hilli og eiginkona hans Iqbal, frá Surrey voru á ferðalagi ásamt dætrunum sínum og móður Iqbal, Suhaila al-Allaf. Þau höfðu m.a. gist við Annecy-vatn. 

Í síðasta mánuði hóf lögreglan í Surrey rannsókn á bíl sem sást í nágrenni morðstaðarins.

Mikla athygli vakti er hin fjögurra ára dóttir hjónanna, Zeena, fannst falin undir líki móður sinnar í bílnum, átta klukkustundum eftir að morðin voru framin.

Sjö ára systir hennar, Xainab, fannst alvarlega slösuð í nágrenni bílsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert