Maður sem handtekinn var í gær, grunaður um fjögur morð í frönsku Ölpunum í fyrra, hefur verið sleppt gegn tryggingu. Maðurinn, Zaid al Hilli, er sagður vera bróðir eins fórnarlambsins og er hann grunaður um að hafa skipulagt morðin. Að sögn lögreglu heldur rannsóknin áfram og hefur maðurinn ekki verið ákærður.
Hjón og móðir konunnar voru skotin til bana í bíl sínum. Tvær dætur hjónanna sluppu. Hjólreiðamaður sem kom að var einnig drepinn. Morðin voru fram 5. september og hafa frönsk og bresk lögregluyfirvöld rannsakað þau síðan. Í síðasta mánuði hóf lögreglan í Surrey rannsókn á bíl sem sást í nágrenni morðstaðarins. Mikla athygli vakti er hin fjögurra ára dóttir hjónanna, Zeena, fannst falin undir líki móður sinnar í bílnum, átta klukkustundum eftir að morðin voru framin.