Flutningaskip brotnaði í tvennt

Flutningaskipið MOL Comfort brotnaði í tvennt hinn 17. júní síðastliðinn þegar það var á siglingu um 200 sjómílum frá ströndum Jemen. Áhöfn skipsins, 26 manns, bjargaðist á tveimur björgunarflekum og björgunarbát. Aftari hluti skipsins sökk tíu dögum síðar, eða þann 27. júní, og sukku þar með rúmlega 1.700 gámar og mikið af olíu.

Sjórinn er mjög djúpur á þessu svæði, um 4.000 metrar, og verður því ekki reynt að bjarga farminum. Fremri hluti skipsins var settur í tog en hefur nú losnað frá björgunarskipinu.

Gcaptain greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert