Herinn lætur til skarar skríða

Abdel Fattah al-Sisi, yf­ir­maður hers­ins í Egyptalandi, lýsti því yfir í kvöld að Mohamed Morsi for­seti sé far­inn frá völd­um og for­seti stjórn­laga­dóm­stóls­ins hafi verið skipaður for­seti til bráðabirgða.

Skriðdrek­ar og bryn­v­arðir bíl­ar hafa komið sér fyr­ir á mik­il­væg­um stöðu í Kairó, höfuðborg Egypta­lands. And­stæðing­ar Morsi for­seta fagna aðgerðum hers­ins, en stuðnings­menn hans segja að vald­arán hers­ins sé hafið.

Morsi sagði í gær að hann myndi ekki gef­ast upp og ekki kæmi til greina að hann segði af sér. Fregn­ir herma að her­inn hafi sett ferðabann á for­ystu­menn Bræðralags múslima til að koma í veg fyr­ir að þeir kom­ist úr landi.

Her­inn gaf í fyrra­dag stjórn­mála­mönn­um í Egyptalandi 48 klukku­stund­ir til að jafna ágrein­ing milli þeirra. Ef það tæk­ist ekki myndi her­inn grípa til aðgerða til að stuðla að friði og stöðug­leika í land­inu. Þessi frest­ur er núna liðinn án sam­komu­lags stjórn­málafla í land­inu og svo virðist sem her­inn ætli að fylgja orðum sín­um eft­ir og grípa inn í at­b­urðarás­ina.

Morsi var kjör­inn for­seti fyr­ir réttu ári, en hann var í flokki Bræðralags múslima. Stuðnings­menn Morsi segja að hann sé lýðræðis­lega kjör­inn og her­inn eigi ekk­ert með að taka fram fyr­ir hend­ur á for­set­an­um.

Millj­ón­ir manna hafa mót­mælt á göt­um stærstu borga Egypta­lands síðustu daga, en krafa þeirra hef­ur verið að Morsi segi af sér. Mót­mæl­end­ur fögnuðu í dag aðgerðum hers­ins.

„Morsi á það skilið að fara með þess­um hætti. Hann var for­seti Bræðralags múslima, en ekki Egypta­lands,“ seg­ir Amr Mohammed, sem býr í Kairó.

Ótt­ast er að komi til blóðugra átaka milli stuðnings­manna og and­stæðinga Morsi.

Stjórn­völd nokk­urra landa hafa varað ferðamenn við því að ferðast til Egypta­lands vegna ólg­unn­ar í land­inu. Ut­an­rík­is­ráðuneyti Íslands hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem varað er við ferðalög­um til Egypta­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert