Að minnsta kosti einn látinn og 30 særðir

Boeing 777-vélin í San Francisco.
Boeing 777-vélin í San Francisco. AFP

Að minnsta kosti einn lést og 30 særðust þegar flugvél af gerðinni Boeing 777 brotlenti á San Francisco-flugvelli í dag, samkvæmt BBC.

Flugfélagið Asiana, sem á flugvélina, hefur staðfest að 16 voru í áhöfn flugvélarinnar og 291 farþegi.

Enn er á huldu hvers vegna vélin brotlenti, en ekkert bendir til að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Svo virðis sem vélinni hafi hlekkst á í lendingu, með þeim afleiðingum að stélið brotnaði af henni, auk þess sem eldur kviknaði í farþegarýminu. Auk þess virðist sem einn hreyfla vélarinnar hafi brotnað af.

Sjónarvottur að brotlendingunni, Ki Siadatan, segir að vélin hafi litið út fyrir að vera stjórnlaus þegar hún lækkaði flugið yfir flugvellinu. Hann segist í samtali við BBC hafa heyrt sprengingu og síðan hafi vélin horfið inn í ryk- og reykjarský. Síðan hafi heyrst önnur sprenging.

Flugvellinum hefur verið lokað og mörgum flugvélum beint á flugvöllinn í Los Angeles.

Frétt mbl.is: Flugvél brotlenti í San Francisco

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert