Tveir látnir og 10 í lífshættu - 130 á spítala

Þakið er brunnið af flugvélinni á stórum hluta
Þakið er brunnið af flugvélinni á stórum hluta AFP

Tveir eru látnir eftir flugslysið á San Francisco-flugvelli fyrr í kvöld. 10 farþegar úr flugi Asiana 214 eru í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá spítala í San Francisco, sex konur og fjórir karlmenn. Tvær flugbrautir á flugvellinum eru í notkun, en flugvellinum var lokað eftir slysið.

Tvö börn eru meðal þeirra sem eru í lífshættu, en þeir sem eldri eru á bilinu 20 til 40 ára.

Á blaðamannafundi sem hófst í San Francisco klukkan 23:11 að íslenskum tíma sögðu yfirvöld að mikil sorg ríkti í San Francisco. Enn væri margra saknað og ekki er vitað hvað olli slysinu.

Að sögn er búið að tryggja öryggi á slysstað, en fjöldi slökkviliðsmanna væri enn að störfum. 48 hefðu verið fluttir á spítala. 190 farþegar gátu sjálfir gengið út úr vélinni og voru flutt á öryggissvæði á flugvellinum í San Francisco. Af þeim hefðu 89 verið fluttir á spítala, en alls hafa 130 verið fluttir á spítala. 307 voru um borð í vélinni. Staðfest var að tveir hefðu látist.

Fulltrúi Alríkislögreglunnar, sem hefur tekið við rannsókn málsins auk rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum, sagði að allt kapp verði lagt á að upplýsa málið.

Frétt mbl.is: Að minnsta kosti einn látinn og 30 særðir

Frétt mbl.is: Flugvél brotlenti í San Francisco

Brak flugvélaginnar í San Francisco
Brak flugvélaginnar í San Francisco AFP
Fjöldi fólks bíður á flugvellinum í San Francisco. Miklar tafir …
Fjöldi fólks bíður á flugvellinum í San Francisco. Miklar tafir hafa orðið á flugi vegna slyssins AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert